Monday, November 06, 2006

"Hausinn" hans Ívars í gestabók Hvítárbakka:)

Það var eitthvað Bogið við það þegar við komum hér í gær. Undarlegar Bylgjur léku um jarðlögin og Svanirnir flugu af tjörnunum. Það var Erill á Bakka er við fórum í göngutúr í leit að Ásum í landslaginu en fundum þá ekki þar sem Bergið var hulið jarðvegi. Allt lék á Huldu, og Sóleyjarnar farnar að visna. Þá var ákveðið að Vaka frameftir, syngja og fara í pottinn. Þegar bleytan af okkur Rann og Veigarnar búnar gátu gestir enga Björg sér veitt. Reynt var að “Íva” upp næturpirring með brunavarnaræfingum á meðan kisan Hvítsokka fékk nóg af öllu saman og vildi út. Allt fór vel og morguninn eftir fréttu gestir hver frá öðrum að allir hefðu skemmt sér vel.

Kærar þakkir fyrir okkur

Hér ættu að koma fram allir þeir sem heiðruðu okkur með nærveru sinni:)

Þetta var nú bara gaman:)

Jæja nú kemur loksins smá pistill frá skipulagsstúlkum.
Þórsmerkurferð var breytt í Borgarfjarðarferð vegna dræmrar þáttöku....lélegt af ykkur sem ekki komuð...hemmmm hemmm.

En í Borgarfirði var sko bara gaman. Leigðum hús á Hvítárbakka sem er risastórt og rosa flott. 6 tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum, handklæðum og sloppum og alles. Þarna er heitur pottur, grill og bara frábær aðstaða í alla staði fyrir svona hópferð, www.millivina.is.
Við skoðuðum dýrin á bænum, grilluðum, sungum, böðuðum okkur og sungum svo meira. Sumir reyndu að drepa hópinn úr reykeitrun og hjartaáfalli með eldamennsku undir morgun en það var nú fyrirgefið.

Ég vil bara segja takk fyrir frábæran félagsskap þið sem komuð og þetta verður sko pottþétt endurtekið:) Ef næg þáttaka fæst að ári skellum við okkur í Þórsmörkina.

Vaka er að vinna í að setja inn myndir þannig að þið hin getið notið með okkur:)

Bestu kveðjur
Hulda og Björg

Monday, October 09, 2006

Sæl og blessuð öll


Við skipulagsstúlkur í Skúlatúni höfum fengið verð í rútuakstur sem hljóðar upp á 2600 kr á mann báðar leiðir (þurfum að fara á trukki vegna þess að það er illfært í Mörkina á þessum árstíma). Auk þess þurfum við að sjá um að bílstjóranum líði vel og geti sofið og borðað :) (ca. 200-300 kr. á mann). Ef einhver getur reddað betra tilboði en það þá er það guðvelkomið að sjálfsögðu :).

Gisting er svo 1500 kr á mann.

Svo er meðlæti sennilegast um 500-700 kr á mann.

Þetta gerir samtals 5100 kr á mann miðað við efri mörk :)

Vinsamlega borgið þetta inn á reikning 323-26-8858, kt. 050172-3259 og tilgreinið nafn í skýringunni og sendið staðfestingu á bjorg.helgadottir@reykjavik.is

Endilega drífið í þessu sem fyrst svo við getum farið að ganga frá greiðslum og haft þetta allt á hreinu. Ef það verður afgangur þá verður hann greiddur tilbaka :)

Við hlökkum svo bara til og hittumst hress og kát framan við gamla Jarðfræðihúsið við HÍ kl 10:00 þann 28.okt.

Hulda og Björg

Ef það eru einhverjar spurningar þá hikið ekki við að senda póst á okkur tvær (sjá netföng í færslu hér fyrir neðan :))

Friday, September 08, 2006

Þórsmerkurferð 2006

Jæja kæru eldri borgarar :)

Þá er komið að því ......dammdaradamm

Þórsmerkurferð 2006

Búið er að stofna undirbúnings- og skipulagsnefnd fyrir þennar frábæra atburð sem er löngu orðinn tímabær, sérstaklega í ljósi þess að hætta þurfti við sumarvísindatryllinginn vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Nú ætlar þú að taka frá 28.-29. október næstkomandi því þá ætlum við að skella okkur í Þórsmörk eins og við gerðum í "gamla daga" og skemmta okkur að Fjallsmannasið.
Gist verður í Langadal og verður sameinast í rútu sem verður sérpöntuð fyrir okkur.

Undirbúningsnefnd mun sjá um pöntun á rútu og gistingu sem og meðlæti með grillinu um kvöldið. Ferðalangar sjái sjálfir um drykkjarföng og kjöt á grillið ( og morgunmat auðvitað :))

Nú verðið þið að stökkva af stað og taka frá þessa daga og skrá ykkur svo við vitum hugsanlegan fjölda til að áætla verð á ferðina. Við þurfum áætlaðan fjölda fyrir lok september. Verð verður svo auglýst síðar.

Allir eldri borgarar Fjallsins velkomnir en athugið að þetta er ekki hugsað sem fjölskylduferð heldur ekta Þórsmerkurferð Fjallsins :)

Látið þetta ganga sem víðast og fjölmennum svo í Mörkina 28.- 29. október :)

Tilkynnið þátttöku hér í comments og svo megið þið líka senda okkur tölvupóst á hulda.axelsdottir@reykjavik.is eða bjorg.helgadottir@reykjavik.is

Bestu kveðjur

Monday, August 14, 2006

Aflýst

Öllu er aflýst!

Friday, August 04, 2006

Staður & Stund

Kæru Grjót....

18 ágúst

Reykjadalur

.... það sem öll grjót geta baðað sig í algerri vitleysu!Látið orðið berast!


Og nei, það verður EKKI rigning

Friday, June 23, 2006

Kæru Félagsmenn

Undanfarnar vikur hefur ORÐRÓMURINN farið sem eldur um sinu. Bara ein spurning hefur brunnið á vörum jarðvísindamanna og kvenna. Er það satt að við Eldri Borgarar Fjallsins ætlum nú loks að hífa upp um okkur brækurnar og sameinast í vísindatryllingi úti í guðs grænni íslenskri náttúrunni?

Já það er satt...

Nú í sumar verður kallað til fyrsta fundar Fjalls og fellingar, og alls hins grjótsins. En líkt og allir ættu að vita þá samanstendur hinn göfugi félagsskapur af fyrrverandi félögum Fjallsins, félags land-, jarð- og ferðamálafræðinema við Háskóla Íslands. Með aðstoð hins margskunna fjarskiptabúnaðs MSNs hefur undirbúningsnefnd, þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð, unnið hörðum höndum að skipulagningu. Með því að hleypa af stokki vefdagbók þessari má því segja að tími sé kominn til að við eldri borgarar gæðum okkur á fyrstu ávöxtum þessa starfs.

Kæru félagsmenn. Í sumar ætlum við í foldina.

Þar munu hamrar neista bert basaltið og ölið flæða, búist er við að félgsmenn æði naktir um foldina í akademískri vímu og leyti hins eina og sanna tilgangs vísindanna. Er líða fer á kvöldið verður ekki hjá því komist að félagsmenn með stórann kökk í hálsinum faðmist og minnist Háskólaáranna, Fjallsins og ekki síst Jarðfræðihússins (lengi lifi minning þess)...

Kæri félagsmaður, þessu viltu ekki missa af.

Allar nánari upplýsingar um atburðinn verða lagðar inn á vefdagbók þessa innan tíðar. Hafir þú einhverjar góðar uppástungur eða ábendingar er þér velkomið að koma þeim á framfæri hér. Auk þess ert ÞÚ beðinn um að áframsenda þessa krækju til þeirra sem við á...

Með bestu Kveðju
Term paper, custom term paper, 
termpapers, term paper.
Term Paper
eXTReMe Tracker